Max 1
Max 1

Fréttir

Skipt verði um gervigras í Hópinu
Ástand gervigrass í Hópinu var tekið fyrir á síðasta fundi frístunda- og menningarnefndar Grindavíkurbæjar. VF-mynd: SDD
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 21. október 2022 kl. 10:41

Skipt verði um gervigras í Hópinu

Ástand gervigrass í Hópinu var tekið fyrir á síðasta fundi frístunda- og menningarnefndar Grindavíkurbæjar. Framkvæmdastjóri UMFG sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Lögð var fram samantekt frá fundi með úttektaraðila sem skoðaði ástand gervigrass í Hópinu. Að mati úttektaraðilans eru tvær leiðir færar til þess að bæta aðstæður til knattspyrnuiðkunar og draga úr slysahættu. Annars vegar er hægt að lengja líftíma grassins um tvö ár með viðgerðum á núverandi grasi en hins vegar skipta út grasinu.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Fulltrúar B, D og U lista hvetja bæjarráð til að setja nýtt gervigras hið fyrsta á Hópið í staðinn fyrir að fara í tímabundnar lausnir. Fulltrúar M lista taka undir bókun fulltrúa B, D og U lista.