Fréttir

Eggjum kastað í frambjóðendur Miðflokksins
Mánudagur 25. nóvember 2024 kl. 14:27

Eggjum kastað í frambjóðendur Miðflokksins

„Ég kysi nú frekar að geta átt málefnalega umræður en þetta,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrsti maður á framboðslista Miðflokksins í Suðurkjördæmi en eggjum var kastað í „andlit“ efstu sex frambjóðendanna sem prýða stórar veggmyndaauglýsingar við Hafnargötu 60 í Keflavík.

„Ég vona að andstæðingar okkar sem gerðu þetta finni sér verðugri verkefni,“ sagði Karl Gauti sem var ekki sérlega hress með þetta uppátæki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024