Til skoðunar að opna Grindavík alfarið
Það kemur í ljós á næstu klukkutímum eða í dag, hvort Grindavík muni fara í sama far varðandi aðgengi að bænum, eins og var komið áður en síðasta eldgos hófst.
Að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, er þessi ákvörðun tekin í samráði við Grindavíkurnefndina. Lokunarpóstar eru á Nes- og Suðurstrandarvegi en þeir myndu hætta og hugsanlega færast að Norðurljósa- og Grindavíkurvegi, til að hefta aðgang að Bláa lóninu.