Viðreisn
Viðreisn

Fréttir

Svona var staðan í Svartsengi undir kvöld
Þessi mynd sem Ísak tók undir kvöld sýnir vel hvernig hraunið liggur við varnargarðana í Svartsengi. VF/Ísak Finnbogason
Laugardagur 23. nóvember 2024 kl. 22:36

Svona var staðan í Svartsengi undir kvöld

Ísak Finnbogason, ljósmyndari Víkurfrétta, myndaði aðstæður í Svartsengi í ljósaskiptunum í kvöld. Eins og sjá má hefur hraunbreiðan vaxið hratt við varnargarðana sem verja orkuverið og Bláa lónið.

Með því að smella hér má sjá 360 gráðu mynd.

Eldgosið við Sundhnúksgíga heldur áfram, segir í tiikynningu Veðurstofu Íslands. Enn gýs á þremur afmörkuðum svæðum á gossprungunni og er mesta virknin staðsett um miðbik hennar. Virknin hefur haldist nokkuð stöðug í nótt og það sem af er degi á heildina litið.

SSS
SSS

Gosórói er stöðugur og engir jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu. Á nærliggjandi GPS stöðvum mælist landsig, því meiri kvika streymir upp á yfirborð en nær að safnast fyrir í kvikuhólfi.

Enn streymir hraun til vesturs og rennur það meðfram varnargörðum við Svartsengi og Bláa Lónið og þykknar. Einnig rennur hraun til norðurs og austurs frá nyrstu og syðstu gígum. Hraunstraumar til vesturs eru að valda álagi á varnargarða og staðan er viðkvæm hvað varðar möguleg áhrif á innviði í og við Svartsengi vegna hraunflæðis.