Flugger
Flugger

Fréttir

Verja Svartsengi enn frekar með varnargarðavinnu
Mánudagur 24. júní 2024 kl. 10:36

Verja Svartsengi enn frekar með varnargarðavinnu

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hafa ákveðið að færa almannavarnastig af hættustigi á óvissustig vegna umbrota á Reykjanesi.

Nú þegar eldgosinu við Sýlingarfell er lokið og ástandið er stöðugra er almannavarnastig fært niður á óvissustig. Um helgina sást á drónamyndum að virkni í gígnum er engin. Áfram er þó rennsli í þeim hrauntungum sem fóru yfir varnargarð norðan Sýlingarfells en búast má við að rennslið stöðvist á næstunni.

Optical Studio - 7. júlí
Optical Studio - 7. júlí

Í morgun, mánudagsmorgun, hófst vinnan á ný að klára það verk sem hafið var, að verja Svartsengi enn frekar með varnargarðavinnu. Það er fyrst og fremst tilgangurinn með vinnunni sem er fram undan á næstu dögum og vikum. Búið er að gera minni varnargarð fyrir innan þann sem fyrir var og er hraunið komið að honum en þó ekki honum öllum.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra langar að koma á framfæri þakklæti til allra sem komu að þessari vinnu síðustu daga og nætur.

Áfram verður svæðið vaktað af Veðurstofunni og mun Lögreglan á Suðurnesjum sinna vaktinni á staðnum.