Valhöll
Valhöll

Íþróttir

Fyrsta landsliðsmark Ingibjargar kom Íslandi á bragðið – Sveindís átti þátt í öllum mörkunum
Ingibjörg fagnar fyrsta markinu. Mynd/Hafliði Breiðfjörð (Fótbolti.net)
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 13. júlí 2024 kl. 10:11

Fyrsta landsliðsmark Ingibjargar kom Íslandi á bragðið – Sveindís átti þátt í öllum mörkunum

Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði fyrsta mark Íslands í gær sem tryggði sér sæti í Evrópumótinu í knattspyrnu með glæsilegum sigri á Þýskalandi í undankeppni EM.

Markið kom eftir hornspyrnu, Sveindís Jane Jónsdóttir vann fyrsta boltann í loftinu og Ingibjörg var fljót á annan bolta og skallaði í netið (13'). Þetta var fyrsta landsliðsmark Ingibjargar sem hefur leikið 64 leiki fyrir Íslands hönd.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Sveindís Jane var ein af bestu leikmönnum liðsins og hún lagði upp annað mark Íslands eftir að hafa unnið boltann af Þjóðverjum upp við endalínu. Sveindís gaf frábæra sendingu á Alexöndru Jóhannsdóttur sem skoraði með góðu skoti frá vítateigsboganum (52').

Sveindís fullkomnaði frábæran leik sinn og íslenska liðsins á 83. mínútu þegar hún komst inn í sendingu í öftustu línu Þjóðverja og refsaði þeim með góðu marki sem gulltryggði Íslandi farseðilinn á Evrópumótið í Sviss á næsta ári.


Fjölmörg viðtöl við leikmenn eftir leik má sjá á Fótbolti.net.