Max 1
Max 1

Íþróttir

Grindavík og Njarðvík töpuðu sínum leikjum
Sara Björk Logadóttir átti fínan leik og var næststigahæst í liði Njarðvíkur. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 15. október 2024 kl. 22:15

Grindavík og Njarðvík töpuðu sínum leikjum

Njarðvík tapaði í kvöld með einu stigi fyrir Tindastóli í fyrsta leik Ljónynjanna í IceMar-höllinni. Grindvíkingar léku einnig í kvöld í Bónusdeild kvenna og máttu líka sætta sig við tap gegn Þór á Akureyri.

Njarðvík - Tindastóll 76:77

(22:22, 15:19, 19:15, 20:21)
Emilie Hesseldal var einungis með sex stig í kvöld en tók fjórtán fráköst og gaf fimm stoðsendingar.

Njarðvík: Brittany Dinkins 21/5 fráköst/8 stoðsendingar, Sara Björk Logadóttir 17, Ena Viso 12/4 fráköst, Bo Guttormsdóttir-Frost 8, Hulda María Agnarsdóttir 8, Emilie Sofie Hesseldal 6/14 fráköst/5 stoðsendingar, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 4/6 fráköst, Veiga Dís Halldórsdóttir 0, Ásta María Arnardóttir 0, Kristín Björk Guðjónsdóttir 0, Erna Ósk Snorradóttir 0, Katrín Ósk Jóhannsdóttir 0.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, íþróttafréttaritari Víkurfrétta, tók meðfylgjandi myndir í IceMar-höllinni í kvöld og ræddi við Ólaf Helga Jónsson, aðstoðarþjálfara Njarðvíkinga, og Söru Björk Logadóttur, leikmann Njarðvíkur, eftir leik.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Þór Akureyri - Grindavík 81:71

(19:21, 27:20, 19:14, 16:16)
Ólöf Rún Óladóttir var með níu stig gegn Þór á Akureyri.

Grindavík: Alexis Morris 35, Katarzyna Anna Trzeciak 13/6 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 9, Sofie Tryggedsson Preetzmann 8/4 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 4/5 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 2, Þórey Tea Þorleifsdóttir 0, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 0/4 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 0/7 fráköst, Hjörtfrídur Óðinsdóttir 0, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0.

Ólafur Helgi Jónsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkinga.


Sara Björk Logadóttir, leikmaður Njarðvíkur.

Njarðvík - Tindastóll (76:77) | Bónusdeild kvenna 15. október 2024