HS Veitur
HS Veitur

Íþróttir

Ísak Ernir í sumardeild NBA
Ísak Ernir Kristinsson.
Miðvikudagur 28. júní 2017 kl. 10:28

Ísak Ernir í sumardeild NBA

-Fyrsti íslenski dómarinn sem fær boð á námskeið NBA

Keflavíkingurinn Ísak Ernir Kristinsson mun dæma í sumardeild NBA deildarinnar sem fram fer í Las Vegas í júlí næstkomandi, en Ísak er á lista yfir framtíðar FIBA dómara Íslands. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Ísak mun taka þátt í Global Camp fyrir efnilega dómara í Bandaríkjunum ásamt því að dæma einhverja leiki, en hann hefur í dag stimplað sig sem einn fremsti dómari á Íslandi í dag. Ísak dæmdi bikarúrslitaleik karla og tvo leiki í úrslitaeinvígi KR og Grindavíkur í Dominos deild karla.

Á heimasíðu KKÍ segir að það verði mikil reynsla fyrir Ísak að dæma á þessum stalli, þar sem ungir leikmenn í dyragætt NBA deildarinnar séu að spila og fái leiðsögn frá dómaraforystu NBA deildarinnar. Aldrei hefur það gerst að NBA bjóði íslenskum dómara til sín á námskeið.

24 lið úr NBA deildinni munu leika í Las Vegas þá daga sem Ísak verður úti en námskeiðið mun hefjast 5. júlí næstkomandi og stendur til 12. júlí.

Bílakjarninn
Bílakjarninn