Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Porsche Landry farin frá Keflvíkingum
    Porsche Landry hefur leikið sinn síðasta leik með Íslandsmeisturunum. [email protected]
  • Porsche Landry farin frá Keflvíkingum
    Diamber Johnson. Mynd/KarfanJBO
Þriðjudagur 4. febrúar 2014 kl. 10:42

Porsche Landry farin frá Keflvíkingum

Diamber Johnson tekur við keflinu

Kvennalið Keflavíkur í Domino's deildinni hefur samið við Diamber Johnson, sem áður lék með Hamri. Porsche Landry mun því ekki leika áfram með liðinu en hún er farin af landi brott. Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta óskaði Landry eftir því að komast heim til Bandaríkjanna og virtist leikmaðurinn ekki hafa löngun til þess að spila hérlendis lengur. Áður en leikmannaglugginn lokaðist bauðst Keflvíkingum að fá Johnson til liðsins og það þáðu þeir með þökkum.

„Við ætluðum okkur að hafa þær báðar fyrst til að byrja með og taka svo ákvörðun. Porsche vildi svo halda aftur heim og því tók hún í raun ákvörðunina fyrir okkur,“ sagði Sævar Sævarsson í stjórn Körfuknattleiksdeild Keflavík í samtali við Víkurfréttir. Hann sagðist ekki viss um hvaða ástæður lægju að baki, hvort um heimþrá væri hreinlega að ræða hjá Landry.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Porsche Landry sem lék 26 leiki fyrir Keflvíkinga var með 20,3 stig að meðaltali í leik með Keflavík í Domino's deildinni. Hún gaf einnig 5,8 stoðsendingar og tók 5,5 fráköst í leik.