Átta liða úrslit VÍS-bikarsins: Hvaða mótherja fengu Suðurnesjaliðin?
Dregið var í átta liða úrslit karla og kvenna í VÍS-bikarkeppni Körfuknattleikssambands Íslands nú í hádeginu. Hjá körlum voru Keflavík og Njarðvík í pottinum en kvennamegin voru það Grindavík og Njarðvík.
Átta liða úrslit kvenna verða leikin dagana 18. og 19. janúar og þar taka Njarvíkingar á móti Tindastóli og Grindvíkingar taka á móti Stjörnunni.
Hjá körlunum verður leikið 19. og 20. janúar og þar fara Njarðvíkingar í Vesturbæinn þar sem þeir mæta KR en Keflvíkingar fá Hauka, efsta lið Bónusdeildar karla, í heimsókn.
Átta liða úrslit kvenna:
Njarðvík - Tindastóll
Grindavík - Stjarnan
Átta liða úrslit karla:
KR - Njarðvík
Keflavík - Haukar