Sveindís Jane og Wolfsburg komnar áfram í bikarnum
Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg eru komnar áfram í átta liða úrslit þýsku bikarkeppninnar eftir stórsigur á FC Nürnberg um helgina. Sveindís, sem lék allan leikinn, lagði upp mark og skoraði sjálf í 6:0 sigri Wolfsburg.
Það tók Wolfsburg rúman hálftíma að brjóta aftur varnarmúra Nürnberg (32') en bættu við tveimur mörkum fyrir leikhlé. Sveindís Jane komst inn í sendingu varnarmanns Nürnberg og átti stoðsendingu í þriðja markinu. Hún skoraði svo sjálf fimmta markið (80').
Í spilaranum hér að neðan má sjá stiklu með hápunktum leiksins um helgina.
Mörkin: 0:1 Roord (32'), 0:2 Roord (41'), 0:3 Pajor (44'), 0:4 Führlein (76'/sjálfsmark), 0:5 Jónsdóttir (80'), 0:6 Bremer (90').