SSS
SSS

Fréttir

Jákvæð rekstarniðurstaða og áfram mikill vöxtur hjá Reykjanesbæ
Þriðjudagur 3. desember 2024 kl. 18:33

Jákvæð rekstarniðurstaða og áfram mikill vöxtur hjá Reykjanesbæ

Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2025 til og með 2028 var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í dag, 3. desember 2024, og var fjárfestingaáætlun fyrir sama tímabil samþykkt samhliða.

Forsendur fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar fyrir árin 2025 til og með 2028 eru að mestu leyti byggðar á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.

SSS
SSS

Drög að fjárhagsáætlun var vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn á bæjarráðsfundi 14. nóvember sl. og svo til seinni umræðu í bæjarstjórn á bæjarráðsfundi 29. nóvember sl.

Á milli umræðna fóru fram vinnufundir sem kjörnum aðal- og varafulltrúum var boðin þátttaka í.

Í samþykktum fjárheimildum fyrir árið 2025 er gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu á A hluta bæjarsjóðs að fjárhæð 202 m.kr. og jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 1.373 m.kr. í samstæðu A og B hluta.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ.

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar ársins 2025

  • Tekjur samstæðu (A+B hluti) verða 39,7 milljarðar.kr.
  • Tekjur bæjarsjóðs (A hluti) verða 26,9 milljarðar.kr.
  • Gjöld samstæðu (A+B hluti) verða 31,6 milljarðar.kr.
  • Gjöld bæjarsjóðs (A hluti) verða 24 milljarðar.kr.
  • Framlegð samstæðu (A+B hluti) verður 8,1 milljarðar.kr. eða 20,3%
  • Framlegð bæjarsjóðs (A hluti) verður 2,9 milljarðar.kr. eða 10,9%
  • Afskriftir samstæðu (A+B hluti) verða 2,4 milljarðar.kr.
  • Afskriftir bæjarsjóðs (A hluti) verða 927 m.kr.
  • Rekstrarniðurstaða samstæðu (A+B hluti) árið 2025 er jákvæð um 1.373 m.kr.
  • Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs (A hluti) árið 2025 er jákvæð um 202 m.kr.
  • Eignir samstæðu í lok árs 2025 verða 98,1 milljarðar.kr.
  • Eignir bæjarsjóðs í lok árs 2025 verða 52,5 milljarðar.kr.
  • Skuldir og skuldbindingar samstæðu í lok árs 2025 verða 57,1 milljarðar.kr.
  • Skuldir og skuldbindingar bæjarsjóðs í lok árs 2025 verða 34,1 milljarðar.kr.
  • Veltufé frá rekstri samstæðu árið 2025 verður 6,3 milljarðar.kr.
  • Veltufé frá rekstri bæjarsjóðs árið 2025 verður 2,3 milljarðar.kr.
  • Skuldaviðmið samstæðu (A+B hluti) verður í lok árs 2025 109,69%
  • Skuldaviðmið bæjarsjóðs (A hluti) verður í lok árs 2025 98,75 %

Fjárfestingar á árinu 2025

Gert er ráð fyrir að fjárfesting í ýmsum verkefnum verði 145 m.kr., áframhaldandi uppbyggingu á Myllubakkaskóla fyrir 820 m.kr., áframhaldandi uppbyggingu á Holtaskóla fyrir 430 m.kr., og aðrar framkvæmdir á húsnæði grunn- og leikskóla og skólalóða fyrir 228 m.kr. Eins er gert ráð fyrir að byggingu nýs leikskóla í Dalshverfi III verði lokið á fyrri hluta árs 2025 fyrir 150 m.kr.

Gert er ráð fyrir að grunnfjárfesting fráveitu verði 150 m.kr., fjárfestingar Reykjaneshafnar 237 m.kr. og að Tjarnargata 12 ehf. hefji næsta áfanga á breytingum á ráðhúsi Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12.

Helstu áherslur og verkefni á árinu 2025

  • Í byrjun ársins 2025 verður sundlaugin í Stapaskóla tekin í notkun og Stapasafn sem er seinni hluti annars áfanga. Áætlað er að bjóða þriðja áfanga út á seinni hluta ársins sem er leikskólahluti Stapaskóla fyrir 120 börn.
  • Áfram verður unnið með snemmtækan stuðning og inngildandi menntun m.a. með því að fara í átak við að fækka börnum sem bíða eftir athugunum hjá sálfræðingum hjá skólaþjónustu og með því að byggja áfram upp sértæk námsúrræði í skólunum.
  • Innleiddar verða tillögur starfshóps um bættar starfsaðstæður í leikskólum.
  • Nýir leikskólar við Drekadal í Dalshverfi III og Asparlaut í Hlíðarhverfi verða teknir að fullu í notkun fyrir 120 börn hvor.
  • Áætlað er að koma fyrir færanlegum kennslustofum í eigu sveitarfélagsins á lóðum leik- og grunnskóla þar sem brýnust þörf er til að mæta mikilli fjölgun nemenda.
  • Áfram verður haldið með endurbyggingu á Myllubakkaskóla og Holtaskóla auk annarra viðhalds- og endurbótaverkefna í stofnunum sveitarfélagsins sem falla undir fjárfestingar eignasjóðs.
  • Fjármagn verður áfram sett í skólalóðir og í umferðaröryggi barna.
  • Fjármagn er áætlað í frumhönnun grunnskóla á Ásbrú og í Hlíðarhverfi.
  • Undirbúningsvinna heldur áfram við uppbyggingu íþróttamannvirkja á Afreksbraut á næsta ári í samvinnu við íþróttafélögin. Innflæði fjármagns í uppbyggingarverkefni á þróunarreit mun renna inn í það gríðarlega stóra og mikilvæga verkefni.
  • Unnið verður að viðhaldi í sundlaug og búningsklefum í Sundmiðstöðinni.
  • Fjármagn verður setti í seinni áfanga endurnýjunar tækja og búnaðar Fimleikadeildar Keflavíkur.
  • Aðalsafn bókasafns Reykjanesbæjar verður opnað í Hljómahöll snemma á nýju ári en undirbúningur þess er í fullum gangi auk þess að nútímaleg uppfærsla verður gerð á sýningu Rokksafnsins.
  • Aðstaða leikmanna knattspyrnudeildar UMFN verður bætt.
  • Stuðningur við heilsueflandi samfélag heldur áfram með hvatagreiðslum fyrir börn og ungmenni á aldrinum 4-18 ára og fyrir íbúa 67 ára og eldri.
  • Frístundastefna fyrir íbúa á öllum aldri mun verða innleidd og opnuð verða fleiri útibú Fjörheima í hverfum í samstarfi við skólastjórnendur.
  • Fjögur ný smáhús verða byggð fyrir íbúa með fjölþættan vanda sem verður viðbót við þau átta sem nú þegar eru til staðar auk þess sem þjónusta verður aukin við notendur þeirrar þjónustu.
  • Uppbygging á nýju hjúkrunarheimili heldur áfram sem stendur til að opna í lok árs.
  • Reykjanesbær mun áfram vinna að innleiðingu stafrænna lausna og framfylgja markaðsstefnu bæjarins.
  • Starfsaðstaða í Ráðhúsi Reykjanesbæjar verður bætt en húsnæðið þarfnast bæði viðhalds og uppfærslu í takt við fjölgun starfsmanna og þörf fyrir vinnuumhverfi sem uppfyllir kröfur um aðbúnað starfsmanna.
  • Undirbúningur fer af stað fyrir uppbyggingu nýs miðbæjarkjarna á Akademíureitnum.
  • Uppbygging í Njarðvíkurhöfn heldur áfram sem mun stórbæta aðstöðu á svæðinu og auka möguleika á atvinnuuppbyggingu fyrir hafnsækna starfsemi.

Gjaldskrá 2025

Hækkun á liðum gjaldskrár nemur að jafnaði 4% frá árinu 2024 en þó með nokkrum undantekningum.

Útsvarshlutfall er óbreytt milli ára líkt og álagningarhlutfall fasteignaskatts. Engar breytingar eru á gjaldskrá úrgangshirðu frá árinu 2024. Gjaldskrá fyrir árskort í almenningsvagna verður óbreytt.