Slys á fólki voru minniháttar
Eftir hádegi í gær myndaðist mikil hálka á Reykjanesbrautinni og urðu nokkur umferðarslys. Um tíma voru Brunavarnir Suðurnesja með sjúkrabíla og dælubíl á vettvangi, auk þess var óskað á eftir sjúkrabíl frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins til aðstoðar. Allir sjúkrabílarnir voru í sitthvoru verkefninu.
Slys á fólki voru minniháttar en fólkið var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar.
Myndirnar voru teknar af starfmönnum Brunavarna Suðurnesja á vettvangi.