Leikskólinn Garðasel
Leikskólinn Garðasel

Fréttir

Bjóða nýja Airbus vél Icelandair velkomna til Keflavíkurflugvallar
Ljósmyndir: Keflavík Airport (KEF) á Facebook.
Þriðjudagur 3. desember 2024 kl. 16:12

Bjóða nýja Airbus vél Icelandair velkomna til Keflavíkurflugvallar

Sögulegum áfanga Icelandair með komu fyrstu Airbus flugvélarinnar er fagnað í dag á Keflavíkurflugvelli.

„Við á Keflavíkurflugvelli erum stolt af því að vera hluti af þessari vegferð þeirra en vélin lenti í KEF rétt í þessu,“ segir í færslu á samfélagsmiðlum frá Keflavíkurflugvelli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Airbus flugvélarnar munu taka við af Boeing 757 vélunum sem hafa verið burðarásinn í flota Icelandair um áratugaskeið. Icelandair eiga von á þremur Airbus vélum til viðbótar fyrir sumarið 2025.

„Þegar vinir ná nýjum áföngum fögnum við með þeim. Til hamingju Icelandair með fyrstu Airbus vélina – við erum stolt af því að vera ykkar heimavöllur,“ segir Keflavíkurflugvöllur, Keflavík Airport (KEF) á Facebook-síðu sinni.