Valhöll
Valhöll

Íþróttir

Ungingarnir stóðu sig vel í fyrstu motocross-keppninni
Aron Dagur Júlíusson vann 65cc flokkinn. Mynd/VÍR
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 22. júní 2024 kl. 06:07

Ungingarnir stóðu sig vel í fyrstu motocross-keppninni

Fyrsta motocross-keppni sumarsins var haldin í nýrri sandbraut rétt utan við Hellu um þarsíðustu helgi. Vélíþróttafélag Reykjaness (VÍR) átti fulltrúa í flestum flokkum sem stóðu sig allir frábærlega.

Öldungurinn Sigurður Hjartar Magnússon gerði sér lítið fyrir og landaði þriðja sæti í flokki MX2.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Kristján Hafliðason skráði sig í MX open B flokk en með glæsilegum akstri í tímatökum var hann færður upp og keyrði í A flokknum sem er hraðasti flokkurinn.

Kári Siguringason keyrði þétt allan daginn og skilaði sér í annað sæti í flokki 125cc unglinga.

Tristan Berg Arason var að berjast um þriðja sætið í 125cc unglinga þegar hann lenti í samstuði og þurfti að hætta keppni. Það fór betur en á horfðist og Tristan er komin aftur á hjólið.

Daniel Viðar Kristinsson er á sínu fyrsta ári í MX2 unglingaflokki. Hann keyrði hraðar í hverju motoi [hverri umferð] og safnaði dýrmætri reynslu fyrir sumarið.

Aron Dagur Júlíusson kom sterkur inn á Íslandsmótið eftir að hafa keppt á Spáni í vetur og landaði fyrsta sæti í 65cc flokki.

Unglingarnir Kári, Tristan, Daníel og Aron Dagur hafa allir verið duglegir að mæta á æfingarnar hjá VÍR síðustu ár en barna- og unglingaæfingarnar eru á þriðjudögum 17:30–19:30. Næsta keppni verður haldin á Akranesi þann 29. júni.