Löðrandi hæfileikar í skólunum
Okkar frábæru grunnskólanemendur láta ekki sitt eftir liggja á Listahátíð barna í ár. Brot af því besta sem þeir hafa unnið í listgreinum í skólunum í vetur verður til sýnis um allan bæ á Listahátíðinni. Sameiginlegur sýningarsalur er á Icelandair hótelinu, þar sem bókasafn Reykjanesbæjar var áður en svo má sjá verk í Ráðhúsi Reykjanesbæjar, á Knús Kaffi, í Krossmóa (MSS), á Nesvöllum og í Kaffitár.
Á föstudagsmorgun bjóða þeir upp á hæfileikahátíð í Stapa, Hljómahöll, þar sem úrval árshátíðaratriða úr öllum skólunum verður sýnt á glæsilegri sýningu. Þar eiga einnig sína fulltrúa Tónlistarskóli Reykjanesbæjar og dansskólarnir tveir, Bryn Ballett Akademían og Danskompaní fulltrúa. Það er því óhætt að segja að æskan í Reykjanesbæ sé löðrandi í hæfileikum.