Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ný ljóðabók eftir Gunnhildi Þórðardóttur – söfnun á Karolina Fund
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
miðvikudaginn 21. ágúst 2019 kl. 10:02

Ný ljóðabók eftir Gunnhildi Þórðardóttur – söfnun á Karolina Fund

Gunnhildur Þórðardóttir myndlistamaður hefur hafið söfnun á Karolina Fund fyrir fimmtu ljóðabók sinni, Upphaf - Árstíðaljóð sem hún kynnti 28. maí sl. í Gunnarshúsi - húsi Rithöfundasambands Íslands. Gunnhildur mun vera með upplestur úr bókinni 5. september kl. 16 í Bókasafni Reykjanesbæjar til að kynna bókina á hinni árlegu menningarhátíð Ljósanótt en útgáfuhóf verður haldið í Hannesarholti 19. september kl. 19.

Árstíðaljóð er skrifuð á íslensku og þýdd af höfundi yfir á ensku auk myndskreytinga eftir höfund en þau eru hugleiðingar allt árið um kring um viðburði, persónur og náttúru. Þetta eru rómantískar lýsingar á landslagi, manneskjunni, menningu og hlutum. Verkefnin var unnið sem sjálfstætt verkefni við Listaháskóla Íslands en höfundur mun ljúka þaðan viðbótardiplóma við listkennsludeild í árslok 2919.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gunnhildur lauk BA (Honours) í listasögu og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge árið 2003 og MA í liststjórnun frá sama skóla árið 2006 og mun ljúka diploma í listkennslu við LHÍ í árslok. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar meðal annars í Listasafni Reykjanesbæjar, Kirsuberjatrénu, í Suðsuðvestur, Flóru á Akureyri, í SÍM salnum, sal Íslenskrar grafíkur auk þess að taka þátt í samsýningum í Listasafni Íslands, Hafnarborg, Norræna húsinu, Listasafni Reykjanesbæjar, 002 gallerí og í Tate Britain. Þá hefur Gunnhildur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis.

Hér er hlekkur á söfnunarsíðuna

https://www.karolinafund.com/project/view/2495

Hér er hlekkur á facebook like síðu Gunnhildar sem listamann

https://www.facebook.com/Gunnhildur-Thordardottir-134048492012/