Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Rafræn myndlistarsýning í Kvikunni – allir geta verið með
Föstudagur 24. apríl 2020 kl. 13:35

Rafræn myndlistarsýning í Kvikunni – allir geta verið með

Öllum íbúum og velunnurum Grindavíkur er velkomið að taka þátt í rafrænni myndlistarsýningu Kvikunnar. Hún fer þannig fram að allir áhugasamir skapa listaverk heima hjá sér og taka svo af því mynd og senda inn. Myndirnar verða til sýnins á grindavík.is og á Facebook-síðu Kvikunnar.

Listamenn í Grindavík eru hvattir til að merkja sér myndirnar á Facebook með því að „tagga sig“ á myndinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þema sýningarinnar er frjálst en tilvalið að nota nærumhverfið til þess að fá innblástur og skapa verkin.

Tekið er við myndum á netfangið [email protected] eða í Facebook-skilaboðum til Kvikunnar fram til hádegis 31. apríl næstkomandi. Sýningin hefst svo 1. maí.

Merkja skal myndir með nafni listamanns og aldri og einnig er gaman ef listaverkið fær nafn.

Eftir að sýningin hefst mun besta myndin vera valin og verður hún sett á póstkort. Póstkortin verður svo hægt að kaupa í Kvikunni í sumar!

SJÁIÐ NÝJUSTU VÍKURFRÉTTIR 62 BLS. TROÐFULLAR AF FLOTTU EFNI!