Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Valdimar og Anna hafa fengið nýja titla: „Mamma og pabbi“
Gleðigjafanum virðist bara líða vel hjá pabba sínum eftir fyrstu baðferðina. Myndir: Valdimar Guðmundsson
Miðvikudagur 28. júlí 2021 kl. 18:55

Valdimar og Anna hafa fengið nýja titla: „Mamma og pabbi“

Söngvarinn og básúnuleikarinn Valdimar Guðmundsson og unnusta hans, Anna Björk Sigurjónsdóttir, fengu nýja titla í síðustu viku þegar þeim fæddist heilbrigður og fallegur drengur. Nú eru þau foreldrar eða eins og Valdimar sagði sjálfur í færslu á Facebook:

„Kæru vinir. Litli drengurinn okkar mætti með hvelli klukkan 22:46 mánudagskvöldið 19. júlí einungis rúmum tveimur tímum eftir að Anna missti vatnið. Hann er auðvitað algjörlega fullkominn á allan hátt, heilar sautján merkur og öllum heilsast vel. Nú erum við komin með nýja titla, mamma og pabbi, sem er eitthvað svo ótrúlegt. Mikið sem við hlökkum til að horfa á þennan dreng vaxa og dafna og sigra heiminn.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Valdimar var að vonum í skýjunum með erfingjann og sagði í samtali við Víkurfréttir að allt gangi rosalega vel.

„Smá svefnleysi – en það er nú bara eðlilegt,“ sagði nýbakaður pabbi og hélt áfram að sinna föðurhlutverkinu.

Tíkin Lísa virtist taka fréttum af fjölgun í fjölskyldunni af yfirvegun.