Vegleg verðlaun í Instagram leik VF
- Verðmæti vinninga rúmlega 30 þúsund kr. fyrir 1. sæti í hverri viku
Eins og fram hefur komið erum við á VF farin af stað með skemmtilegan leik þar sem notast er við myndaforritið Instagram. Það eina sem þú þarft að gera er að merkja þín mynd #vikurfrettir. Verðlaunin eru ekki af verri endanum en fyrir sigurmyndina í hverri viku fær sigurvegarinn ofaní fyrir fjóra í Bláa Lónið, bíómiða fyrir fjóra í Sambíóin Keflavík og Pizzaveislu fyrir fjóra á Langbest. Verðmæti vinninga er því veglegt og bara fyrir 1. sæti erum við að ræða um rúmar 30 þúsund krónur! Fyrir 2. sæti eru veittir tveir bíómiðar frá Sambíóunum í Keflavík og pizza frá Langbest.
Í næsta blaði Víkurfrétta sem kemur út fimmtudaginn 10. janúar, verða veitt verðlaun svo nú er um að gera að merkja myndirnar #vikurfrettir
Með því að merkja myndina þá er myndin þín sjálfkrafa komin í pottinn og þú átt möguleika á vinningi. Myndin þarf fyrst og fremst að vera skemmtileg og lífleg en ekki skemmir fyrir að vera svolítið frumlegur. Við viljum benda á að myndir sem tengjast Suðurnesjum beint eiga jafnvel meiri möguleika á sigri en aðrar. Koma svo, út að mynda og ekki gleyma að merkja #vikurfrettir.
Nánar má lesa um leikinn hér.
Ekki amalegt að skella sér í Lónið með vinunum eða fjölskyldunni.
Langbest klikkar ekki!
Bíóferð með popp og kók.