„Heimasíðan er Grindavíkurbæ ekki til framdráttar“
Fræðslunefnd Grindavíkurbæjar ræddi um framsetningu upplýsinga um fræðslumál á heimasíðu Grindavíkurbæjar á síðasta fundi sínum, sem fræðslunefnd telur mjög ábótavant.
„Fræðslunefnd ítrekar mikilvægi þess að ljúka við vinnuna sem var sett í gang fyrir nokkrum árum í hönnun og framsetningu. Ljóst er að erfitt er að finna upplýsingar á síðunni, það eru tómir tenglar þar, gamlar upplýsingar og ekki notendavænt umhverfi fyrir stjórnendur. Heimasíðan er Grindavíkurbæ ekki til framdráttar eins og hún er í dag,“ segir í afgreiðslu nefndarinnar frá 7. janúar síðastliðnum.