Viðreisn
Viðreisn

Fréttir

Allir flokkar sammála um að styðja Grindvíkinga
Miðvikudagur 27. nóvember 2024 kl. 10:06

Allir flokkar sammála um að styðja Grindvíkinga

Fulltrúar allra stjórnmálaflokka sögðust vilja verja auknum fjármunum í að styðja við börn og ungmenni úr Grindavík svo þau geti unnið úr því áfalli að yfirgefa samfélag sitt en voru ekki sammála um hvernig standa ætti að stuðningi ríkisins til atvinnufyrirtækja í Grindavík. Þetta kom fram á opnum fundi í Gjánni í Grindavík á laugardag þar sem málefni Grindavíkur og Grindvíkinga voru mál málanna.

Umræða var fjörleg og Grindvíkingar spurðu frambjóðendur spjörunum úr. Þeir voru allir sammála um breyta lögum um uppkaup þannig að allir einstaklingar sem það vilja geta selt íbúðarhúsnæði sitt til Þórkötlu óháð lögheimili ásamt því að standa vörð um íbúðarhúsnæði Grindvíkinga og að það yrði ekki selt brunaútsölu til hrægamma, banka eða fjárfestingafélaga. Þá voru þeir einnig sammála því að það hafi verið mistök að biðja Grindvíkinga að tæma hús sín við afhendingu til Þórkötlu sem gæti tafið fyrir uppbyggingu bæjarins síðar meir og að mikilvægt væri að leyfa aukna gistingu í sveitarfélaginu. 

Viðreisn
Viðreisn

Varðandi Grindavíkurbæ og rekstur sveitarfélagsins voru frambjóðendur sammála því að ríkið ætti að styðja Grindavíkurbæ fjárhagslega og tryggja þannig tilvist sveitarfélagsins. Ekki var einhugur um að standa að breytingum hjá Þórkötlu og leiðrétta þau mistök sem hafa átt sér stað þar eða hvort eða hvernig aukin fjárhagsstuðningur ætti að vera til íbúa.

Var það mál manna að vel hefði tekist til en allir voru frambjóðendurnir á sama máli, stjórnmálamennirnir munu áfram styðja við bakið á Grindvíkingum.