Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Garður og Grindavík mætast í Útsvari
Lovísa, Eggert og Páll Valur. Myndin er frá Grindavik.is
Miðvikudagur 20. september 2017 kl. 09:44

Garður og Grindavík mætast í Útsvari

- mæta til leiks þann 29. september

Lið Garðs og Grindavíkur munu mætast í Útsvari þann 29. september næstkomandi. Grindavík hefur átt góðu gengi að fagna í spurningakeppninni undanfarin ár og unnu hana meðal annars árið 2012. Í fyrra komst liðið í undanúrslit og var því komið með keppnisrétt fyrir þetta ár en átta efstu lið síðasta árs komast beint inn í keppnina í ár.

Agnar Steinarsson ákvað að gefa ekki kost á sér í lið Grindavíkur í ár en hann var í sigurliði Grindavíkur árið 2012 og hefur verið í liðinu undanfarin ár. Grindavík teflir fram nokkuð nýju liði en Eggert Sólberg Jónsson er sá eini sem er í liðinu frá því í fyrra. Nýir liðsmenn Grindavíkur eru Páll Valur Björnsson og Lovísa Larsen.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavíkurliðið hittist í vikunni og tók létta æfingu en á grindavik.is kemur fram að nokkuð gott hljóð í hópnum og töluverð tilhlökkun sé að fá að takast á við þetta spennandi verkefni.