Fréttir

Gosmengun getur borist yfir Voga og Reykjanesbæ
Frá eldgosinu síðdegis 24. ágúst. VF/Ísak Finnbogason
Sunnudagur 25. ágúst 2024 kl. 13:17

Gosmengun getur borist yfir Voga og Reykjanesbæ

Á morgun, mánudag, mun vindátt snúast og má búast við því að mengun frá gosinu muni leggja yfir Voga og Reykjanesbæ.

Gróðureldar hafa kviknað á gosstöðvunum og má jafnframt búast við því að talsverð brunalykt af þeim sökum muni liggja yfir bænum.

Lögreglan á Suðurnesjum hefur sent út tilkynningu vegna þessa og  beinir því sérstaklega til viðkvæmra hópa að fara með gát, loka gluggum og slíkt. Fólk með ung börn ættu jafnvel að íhuga það að láta börnin ekki út að sofa nema vera búin að kanna vel með loftgæði.

Einnig er mikilvægt að stofnanir eins og dvalarheimili og slíkar stofnanir séu meðvitaðar um að þetta ástand gæti skapast og geri því ráðstafanir.


Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024