Karlakór Keflavíkur
Karlakór Keflavíkur

Fréttir

Ökumaður ekki hæfur til að stjórna ökutæki vegna áhrifa fíkniefnis
Frá vettvangi banaslyssins 2. nóvember 2023.
Mánudagur 7. október 2024 kl. 13:15

Ökumaður ekki hæfur til að stjórna ökutæki vegna áhrifa fíkniefnis

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið rannsókn á banaslysi þar sem bifreið, sem var á leið Reykjanesbraut til vesturs á móts við Innri Njarðvík, var ekið út fyrir akbrautina á víravegrið sem hún kastaðist af og valt í framhaldi af því. Ökumaður var einn í bifreiðinni og lést hann í slysinu.

Að morgni 2. nóvember 2023 var Renault Kangoo sendibifreið ekið Reykjanesbraut til vesturs á hægri akrein í átt til Reykjanesbæjar. Þegar bifreiðinni hafði verið ekið tæpan kílómetra framhjá eystri miðlægu gatnamótunum við Innri-Njarðvík í Reykjanesbæ var henni, að sögn vitnis, sveigt hratt yfir á vinstri akrein, áfram út fyrir veginn og inn á miðdeili með v-laga lægð á milli akbrautanna. Þar var bifreiðinni ekið á víravegrið á miðdeilinum með þeim afleiðingum að bifreiðin valt um eina og hálfa veltu. Víravegriðið kom í veg fyrir að bifreiðin færi yfir á gagnstæða akrein sem, að sögn annars vitnis, hindraði að henni væri ekið á bifreið sem var ekið úr gagnstæðri átt.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Ökumaður, sem var einn í bifreiðinni, lést í slysinu. Ökumaður lést á slysstað af völdum fjöláverka. Hann var ekki spenntur í öryggisbelti og varð að hluta til undir bifreiðinni þegar hún stöðvaðist.

Í niðurstöðum skýrslunnar segir að ökumaður var ekki hæfur til að stjórna ökutæki vegna áhrifa fíkniefnis. Fíkniefni mældist í blóði ökumanns.