Ólafur Þór hættir í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar og verður sveitarstjóri á Tálknafirði
Ólafur Þór Ólafsson hefur sagt skilið við stjórnmál eftir 18 ára starf í bæjarstjórnum Sandgerðisbæjar og Suðurnesjabæjar. Hann sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund í Suðurnesjabæ í gær. Framundan er starf sem sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps. Ólafur var kvaddur sérstaklega á fundinum í gær og leystur út með gjöfum.
Ólafur Þór skrifar grein í Víkurfréttir í dag þar sem hann segir m.a.:
„Það dýrmætasta er samt allt fólkið sem ég hefur verið með mér á þessu ferðalagi. Það er fólkið sem hefur stutt mig og hjálpað mér eins og fjölskyldan mín og vinir, fólkið sem hefur kosið mig og treyst mér til að vinna að málum í þeirra umboði, fólkið sem hefur verið með mér á framboðslistum, bæjarstjórnum og alls konar nefndum, fólkið sem hefur starfað á vegum sveitarfélaganna og allt það fólk sem ég hef haft samskipti við út af störfum mínum sem kjörinn fulltrúi“.
Ólafur Þór verður í viðtali við Víkurfréttir í næstu viku.