Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reisa 390 metra lang­an viðlegukant í Helgu­vík fyr­ir her­skip NATO
Olíuskip í höfninni í Helguvík nú í vikunni. VF-mynd: Hilmar Bragi
Fimmtudagur 8. júní 2023 kl. 14:12

Reisa 390 metra lang­an viðlegukant í Helgu­vík fyr­ir her­skip NATO

Áætlað er að reisa 390 metra lang­an viðlegukant í Helgu­vík fyr­ir her­skip Atlants­hafs­banda­lags­ins. Einnig er gert ráð fyr­ir að koma þar á fót 25.000 rúm­metra eldsneyt­is­birgðageymslu. Frá þessu er greint á mbl.is. Þar segir að framkvæmdin sé upp á fimm milljarða króna.

Í fréttinni segir að ut­an­rík­is­ráðuneytið hafi sent Reykja­nes­bæ bréf í síðustu viku þessa efn­is, þar sem óskað var eft­ir full­trúa í hóp sem leiða mun þetta verk­efni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það verði unnið í sam­vinnu Atlants­hafs­banda­lags­ins, ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, Reykja­nes­bæj­ar, Reykja­nes­hafn­ar og varn­ar­mála­sviðs Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Hall­dór Karl Her­manns­son hafn­ar­stjóri varð fyr­ir val­inu fyr­ir hönd Reykja­nes­bæj­ar.

Bæjarráð Reykjanesbæjar tók málið fyrir í morgun og tók vel í erindið.