Sigurfari sviptur leyfi til veiða í atvinnuskyni
Sigurfari GK-138, sem Nesfiskur ehf. í Garði gerir út, hefur verið sviptur leyfi til veiða í atvinnuskyni í fjórar vikur, frá og með 20. janúar til og með 16. febrúar. Ástæðan er „meiriháttar brot“ eins og það er orðað í ákvörðun Fiskistofu, en brotin eru fyrst og fremst sögð felast í athafnaleysi áhafnar. Málið hefur verið kært til lögreglunnar á Suðurnesjum. Frá þessu er greint í 200 mílum Morgunblaðsins.
Fram kemur í ákvörðuninni að sviptingin tengist tveimur málum.
Lesa má um málið hér í skýrslu Fiskistofu.