Þjóðbraut - samgöngubót í Reykjanesbæ
Þjóðbraut, nýr vegur sem liggur frá gamla Flugvallarvegi í Keflavík og upp í gegnum gamla Nikkel svæðið og upp á Reykjanesbraut var opnaður formlega í dag. Framkvæmdirnar voru samvinnuverkefni Vegagerðarinnar og Reykjanesbæjar.
„Þetta er mikil samgöngubót fyrir Reykjanesbæ en bæði er þetta góð tenging inn á miðsvæði Reykjanesbæjar og einnig er þetta mikilvæg tenging sjúkraflutningsmanna upp á Reykjanesbraut. Ákveðið var að nýta gamlan "slóða" sem herinn skildi eftir sig, hann byggður upp og breikkaður og að lokum malbikaður. Verk þetta er samvinnuverkefni Vegagerðarinnar og Reykjanesbæjar og hefur verkið aðeins tekið um 4 vikur frá því framkvæmdir hófust. Þegar Þjóðbraut verður tekin í notkun verður gamla Flugvallarveginum lokað, en hann hefur fyrir löngu verið dæmdur ónýtur,“ sagði Guðlaugur Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Umhverfis- og skipulagssviðs bæjarins.
VF-mynd/pket: Við opnunina í dag, f.h. Sigurður Kristófersson, eftirlitsmaður frá Verkfræðistofu Suðurnesja, Viðar Ellertsson, verktaki, Guðlaugur H. Sigurjónsson, framkv.stj. Umhverfis- og skipulagssviðs og Bjarni Þ. Karlsson, forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar.
Gatnamótin upp við Reykjanesbraut.
Séð niður Þjóðbraut í gegnum gamla Nikkel svæðið.