Natasha Anasi: „Draumurinn minn að verða Íslendingur“
Natasha Anasi sem var stórkostleg í liði Keflavíkur í 7. umferð Pepsi Max-deildar kvenna þegar liðið sigraði Stjörnuna á heimavelli nokkuð örugglega 5-0. Fotbolti.net hefur valið hana besta leikmann 7. umferðar og í áhugaverðu viðtalið við vefsíðuna segir Natasha Anasi að það sé draumur hennar að verða Íslendingur.
„Dóttir mín, stjúpsonur minn og maðurinn minn eru Íslendingar og öll fjölskyldan í kringum okkur hérna í Keflavík. Auðvitað er draumurinn minn að verða Íslendingur enda er ég búin að koma mér vel fyrir hérna í samfélaginu og hlakka til framtíðarinnar á Íslandi," sagði Natasha Anasi
Anasi hefur spilað sem miðvörður nánast sinn allan feril. Hún gekk í raðir Keflavíkur fyrir tímabilið 2017 en þá var hún ólétt. Hún kom til Íslands um mitt sumar árið 2014 og gekk þá í raðir ÍBV. Þar lék hún í tvö og hálft tímabil. Í síðustu leikjum hefur hún spilað á miðjunni hjá Keflavík.
„Ég kann vel við mig á miðjunni. Ég hef alltaf verið miðvörður sem vill sækja fram á völlinn þannig ég held að ég fitti vel inn í þessa stöðu."
Keflavík sem er nýliði í deildinni hóf tímabilið á fimm tapleikjum í röð. Nú hefur liðið hinsvegar unnið síðustu tvo leiki liðsins og er komið uppúr fallsæti.
Hér má lesa viðtalið á Fotbolti.net.