Max 1
Max 1

Mannlíf

Glæsilegar sumarsýningar Listasafns Reykjanesbæjar í Duus safnahúsum
Frá sýningu Erlings Jónssonar í innri sal Listasafns Reykjanesbæjar. VF/Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
sunnudaginn 23. júní 2024 kl. 06:04

Glæsilegar sumarsýningar Listasafns Reykjanesbæjar í Duus safnahúsum

Sumarsýningar Listasafns Reykjanesbæjar voru opnaðar í afmælisviku Reykjanesbæjar, þar sem 30 ára afmæli bæjarins var fagnað. Sumarsýningarnar eru annars vegar sýning á listmunum eftir Erling Jónsson úr einkasafni fjölskyldu hans. Þá er sýning á verkum úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar og aðallega landslagsverkum eftir íslenska listmálara. Þar á meðal er verk eftir Jóhannes S. Kjarval sem listasafnið fékk að gjöf frá Íslandsbanka.

Bílakjarninn
Bílakjarninn
Frá opnun sýninganna.

Sýning á verkum listamannsins Erlings Jónssonar er í innri sal. Sýningin er yfirgripsmikil og sýnir vel þá listsköpun sem Erlingur fékkst við. Einnig eru sýndar ljósmyndir af listamanninum sem eru í eigu listasafnsins.

Inn í ljósið er sýning á myndverkum úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar. Listamennirnir eru Áki Gränz, Ásgrímur Jónsson, Ásta Árnadóttir, Ásta Pálsdóttir, Einar Falur Ingólfsson, Eiríkur Smith, Guðmundur Karl Ásbjörnsson, Guðmundur Maríasson, Gunnhildur Þórðardóttir, Gunnlaugur St. Gíslason, Ilmur Stefánsdóttir, Jóhannes Geir Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Jón Stefánsson, Magnús Á. Árnason, Ólafur Túbals, Pétur Friðrik Sigurðsson, Sigmar V. Vilhelmsson og Þorlákur R. Haldorsen.

Sýningarnar munu standa til 18. ágúst 2024.