Max 1
Max 1

Mannlíf

Hafdís Birta fjallkona Suðurnesjabæjar 2024
Hafdís Birta Hallvarðsdóttir, fjallkona Suðurnesjabæjar 2024. Myndir: Byggðasafnið á Garðskaga og Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir
Laugardagur 22. júní 2024 kl. 06:01

Hafdís Birta fjallkona Suðurnesjabæjar 2024

Fjallkona Suðurnesjabæjar 2024 við hátíðarhöld þjóðhátíðardagsins var Hafdís Birta Hallvarðsdóttir. Hún bar skautbúning og las upp ljóð eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur, rithöfund, sem lengst af bjó í Sandgerði.

Ljóðið heitir „17. júní 1948“ og var flutt í Sandgerði 17. júní 1948. Ljóðið má finna í ljóðabókinni „Hugsað heim“, sem var útgefin 1962.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Eftir fánahyllingu, sem skátar sáu um við Gerðaskóla mætti fjallkonan á Byggðasafnið á Garðskaga og fór í rithöfundahornið sem nú er tileinkað Ingibjörgu Sigurðardóttur, rithöfundi.

Á Garðskaga var einnig hátíð á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Tónlist var flutt í Garðskagavita, lýðveldisvitanum frá 1944. Þá var hægt að drekka í sig stemmningu síðustu aldar á byggðasafninu, þar sem eru áhugaverðar sýningar og munir. Byggðasafnið er opið alla daga í allt sumar og frítt er inn á safnið.