Mannlíf

Kjötsúpan hjá Skólamat sem klikkar aldrei
Föstudagur 6. september 2024 kl. 09:32

Kjötsúpan hjá Skólamat sem klikkar aldrei

Í sumar komu tveir dagar í röð og það gerðist tvisvar sinnum þar sem hægt var að liggja í sólbaði. Venný R. Sigurðardóttir segir að það hafi komið skemmtilega á óvart. Hún ætlar að fara á málverkasýningar á Ljósanótt.

Hvernig varðir þú sumrinu? Eyddi stórum hluta sumarsins í bústaðnum mínum.

Hvað stóð upp úr? Samvera með stórfjölskyldunni sem eiga bústaði allt í kringum mig, þar er lítið fjölskylduþorp.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? Í sveitinni hjá okkur komu tveir dagar í röð og það gerðist tvisvar sinnum þar sem hægt var að liggja í sólbaði og má segja að það hafi komið skemmtilega á óvart.

Áttu þér uppáhaldsstað til að heimsækja innanlands? Fyrir utan sveitina mína verð ég að segja Sauðárkrókur, þar býr elsti sonurinn, tengdadóttir og barnabörn.

Hvað ætlar þú að gera í vetur? Hlakka bara til vetursins, er að kynnast fullt af nýju fólki á nýjum vinnustað. Veturinn leggst bara vel í mig.

Hvernig finnst þér Ljósanótt? Hefð sem gaman er að halda í.

Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt? Finnst gaman að fara á málverkasýningar og sjá hvað hér er mikið af flottum listamönnum.

Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt? Hef í gegnum árin aðstoðað í versluninni Zolo á Ljósanótt og þar hittir maður alla sem maður þekkir og ömmur þeirra þessa daga, það er alltaf gaman og góðar minningar í gegnum árin.

Hefur skapast hefð í tengslum við Ljósanótt, eitthvað sem þú gerir alltaf? Fyrstu árin var það súpan sem alltaf var gerð og margir borðuðu saman heima, í dag er kjötsúpan hjá Skólamat sem klikkar aldrei. Samstarfskonur fóru alltaf saman út að borða í hádeginu á fimmtudeginum. Svo missir maður ekki af  flugeldasýningunni sama hvernig viðrar.