Viðskipti

Systurnar í Kóda setja búðina á sölu
Systurnar Hildur og Kristín hafa staðið vaktina í áratugi.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 14. september 2024 kl. 11:33

Systurnar í Kóda setja búðina á sölu

„Það er ekki langt síðan við sögðum að þetta færi að verða gott en nú er komið að því. Við viljum freista þess að selja búðina. Vonandi finnum við kaupanda og helst af svæðinu,“ segir Kristín Kristjánsdóttir en hún og Hildur systir hennar hafa rekið tískuverslunina Kóda í rúm fjörutíu ár en hafa nú ákveðið að selja hana.

„Þetta er tilvalið fyrir vinkonur eða vinahjón eða eina góða fjölskyldu. Reksturinn hefur verið ágætur og þetta er auðvitað mjög skemmtilegt. Við höfum verið með kvenfatnað fyrir allan aldur og marga góða viðskiptavini sem koma reglulega til okkar. En nú er kominn tími á okkur Hildi og því viljum við selja,“ sagði Kristín.

Nýlega urðu eigendaskipti á hinni kvenfataversluninni í Keflavík þegar Guðrún Reynisdóttir í Gallerí Keflavík seldi búðina til vinkvenna sinna sem höfðu starfað hjá henni í mörg ár.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024