Vinnist sem hraðast
Nýtt tíuþúsund fermetra verslunarhúsnæði fyrir Krónuna og BYKO rís nú við Fitjabraut 5 í Reykjanesbæ og er áætlað að húsið verði tekið í notkun síðar á þessu ári. Skóflustungan var tekin haustið 2023.
Af þessum 10.000 fermetrum verður verslun BYKO 5.700 fermetrar, verslun Krónunnar verður um 2.600 fermetrar og 1.700 fermetrar af húsinu fara undir aðra verslunarstarfsemi sem ekki hefur verið kynnt. Það er Smáragarður sem byggir húsið.
Nú er komið að því að bæta vegtengingu inn á svæðið þar sem verslunarmiðstöðin rís og hönnun gatnamóta Njarðarbrautar, Fitjabakka og Bergáss er komin inn á borð hjá umhverfi- og skipulagssviði Reykjanesbæjar. Umhverfis- og skipulagsráð fagnar þessari mikilvægu samgöngubót og leggur áherslu á að málið vinnist sem hraðast.