Fréttir

Leigubifreið  valt og tvennt á sjúkrahús
Fimmtudagur 20. febrúar 2025 kl. 06:50

Leigubifreið valt og tvennt á sjúkrahús

Ökumaður leigubifreiðar missti skyndilega stjórn á bifreið sinni og endaði utan vegar á Miðnesheiðarvegi á laugardagskvöld. Ökumaður og farþegi voru flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þaðan á Landspítalann.

Farþeginn var síðan fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hann dvaldi eina nótt en ökumaður dvaldi á Landspítala í tvær nætur vegna rannsóknar á meiðslum hans.