Samþykkja niðurrif á öllum eignum nema Salthúsinu
Óskað hefur verið eftir heimild til niðurrifs á nokkrum eignum í Grindavík sem eyðilögðust í náttúruhamförum 10. nóvember 2023 og í eftirköstum þeirra.
Um er að ræða fasteignirnar Lóuhlíð 1–3, Staðarsund 3, Austurveg 5 en um er að ræða viðbyggingu við Víðihlíð, gróðurhús Orf líftækni að Melhólabraut 4 og Stamphólsveg 2, sem er húsnæði veitingahússins Salthússins.
Innviðanefnd Grindavíkur leggur mat á vernd húsa og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja niðurrif á öllum eignum nema Stamphólsvegi 2. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu innviðanefndar.



Ljósmyndir: Jón Steinar Sæmundsson