Fréttir

Samþykkja niðurrif á öllum eignum nema Salthúsinu
Þessi magnaða mynd Jóns Steinars Sæmundssonar sýnir hvernig sprungan liggur í gegnum hjúkrunarheimilið Víðihlíð.
Föstudagur 21. febrúar 2025 kl. 06:09

Samþykkja niðurrif á öllum eignum nema Salthúsinu

Óskað hefur verið eftir heimild til niðurrifs á nokkrum eignum í Grindavík sem eyðilögðust í náttúruhamförum 10. nóvember 2023 og í eftirköstum þeirra.

Um er að ræða fasteignirnar Lóuhlíð 1–3, Staðarsund 3, Austurveg 5 en um er að ræða viðbyggingu við Víðihlíð, gróðurhús Orf líftækni að Melhólabraut 4 og Stamphólsveg 2, sem er húsnæði veitingahússins Salthússins.

Innviðanefnd Grindavíkur leggur mat á vernd húsa og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja niðurrif á öllum eignum nema Stamphólsvegi 2. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu innviðanefndar.

Gróðurhús Orf líftækni við Melhólabraut verður rifið. Það fór illa í jarðskjálftum.
Fengist hefur heimild til að rífa Lóuhlíð 1–3, sem eru nýbyggingar í nýju Hlíðarhverfi.
Viðbygging við Víðihlíð að Austurvegi 5 verður rifin.

Ljósmyndir: Jón Steinar Sæmundsson