Tæpar 70 milljónir á miða í Garðinum
Heppinn spilari í EuroJackpot datt heldur betur í lukkupottinn í Garðinum í gær og vann tæpar 70 milljónir króna. Miðinn var keyptur í Kjörbúðinni í Garði.
Fyrsti vinningur gekk ekki út í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot en þrír miðahafar í Þýskalandi voru með 2. vinning og fær hver þeirra rúmar 69,8 milljónir króna í vinning. Þá var heppinn miðahafi á Íslandi einn með 3. vinning og fær hann rúmar 69.8 milljónir króna í sinn hlut! Vinningsmiðinn var keyptur í Kjörbúðinni við Sunnubraut í Garði.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en þrír miðahafar voru með 2. vinning og hlýtur hver þeirra 125.000 krónur í vinning. Einn miðinn var keyptur í Lottó appinu en tveir miðanna eru í áskrift.