Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Már og Villi naglbítur sungu saman við opnun Lista án landamæra
Villi naglbítur og Már Gunnarsson ánægðir með frumflutninginn í Duus. VF-myndir/pket.
Laugardagur 26. apríl 2014 kl. 10:45

Már og Villi naglbítur sungu saman við opnun Lista án landamæra

Það var skemmtileg byrjun á hátíð fjölbreytileikans, - List án landamæra, í bíósal Duus-húsa í Reykjanesbæ á sumardaginn fyrsta. Þá frumfluttu saman þeir Már Gunnarsson, Keflvíkingurinn ungi og Villi naglbítur, Vilhelm A. Jónsson, nýtt lag sem þeir sömdu saman.

Villi samdi texann en lagið gerðu þeir félagar í sameiningu. Villi söng og lék á gítar og Már lék á píanó. Þeir voru sammála um það hafi verið skemmtilegt að vinna saman að laginu. Már hefur vakið athygli fyrir margvíslega hæfileika sína þrátt fyrir að vera blindur og Villi sagði að drengurinn væri öll þyngd sín massífir hæfileikar. Lagið hlaut mikið lófaklapp gesta sem fjölmenntu á opnun hátíðarinnar. Fjölskylda Más átti byrjun hátíðarinnar algerlega því bróðir hans, Nói og mamma þeirra, listakonan Lína Rut, opnuðu á sama tíma myndlistarsýningu í bíósalnum. Lína Rut notaði teikningar Nóa í myndirnar sínar. Í þeim blandast saman hrátt og óheft handbragð Nóa og fínleg vinnubrögð Línu Rutar sem segir að það hafi verið sérstaklega gaman að vinna að þessu verkefni.

Átta spennandi viðburðir fara fram á árlegri listahátíð List án landamæra sem hófst á sumardaginn fyrsta og lýkur 4. maí. Á hátíðinni er áhersla lögð á fjölbreytileika mannlífsins þar sem horft er á tækifæri en ekki takmarkanir. List fólks með fötlum er komið á framfæri samstarfi komið á á milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks.

Opnunardag hátíðarinnar var fleira gert til skemmtunar og fróðleiks. Í bíósalnum var frumsýnt myndband sem Davíð Örn Óskarsson gerði með félögum Hæfingarstöðvarinnar, við mikla kátínu viðstaddra. Félagar hæfingarstöðvarinnar með Ástvald Bjarnason í fararbroddi, fóru á kostum í myndbandinu sem er til sýnis í bátasal Duus-húsa til 4. maí nk.

Allir sem vilja geta tekið þátt. Á hátíðinni vinnur listafólk saman að alls konar list með frábærri útkomu. Það leiðir til auðugra samfélags og aukins skilnings manna á milli. Sveitarfélögin á Suðurnesjum í samvinnu við Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum, Hæfingarstöðina og Björgina geðræktarmiðstöð taka nú þátt í hátíðinni. Suðurnesjafólk er eindregið hvatt til að taka þátt í og njóta.

Í tilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar kemur fram að sýnileiki ólíkra einstaklinga sé mikilvægur, bæði í samfélaginu, í samfélagsumræðunni og hefur bein áhrif á jafnrétti á öllum sviðum. Það er því ánægjulegt að sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa hlotið styrk frá Menningarsjóði Suðurnesja til verkefnisins. Listahátíð eigi erindi við okkur öll, líka þau sem halda að hún sé bara fyrir hina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lína Rut og Nói sonur hennar sem opnuðu myndlistarsýningu í tilefni „Listar án landamæra“.

Villi syngur og Már er við píanóið.

Hér má sjá nokkrar myndir Línu Rutar og Nóa.

Ástvaldur Bjarnason brosti breytt enda er hann í stærsta hlutverkinu í myndbandi sem Davíð Óskarsson gerði í samvinnu við hann og fólkið á Hæfingarstöðinni.

Fjöldi gesta var við opnun hátíðarinnar.

Fjölskyldan sem sló byrjunarstrengi í hátíðina, Lína Rut og Gunnar maður hennar og börnin, Kamilla, Nói, Már og Ísold.