Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vertu Memm“ farið að skila árangri
Maciek Baginski (mynd) og Filoretta Osmani munu segja frá hvað íþróttir hafi gert fyrir þau.
Föstudagur 20. desember 2019 kl. 07:40

Vertu Memm“ farið að skila árangri

Verkefnið „Vertu Memm“, sem hefur staðið yfir undanfarið ár og miðar að því að fjölga erlendum börnum í íþrótta- og tómstundastarfi í Reykjanesbæ, er farið að skila árangri m.a. í aukinni nýtingu erlendra íbúa á hvatagreiðslum. Þetta kom fram í kynningu íþrótta- og tómstundafulltrúa á verkefninu á síðasta fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar.

Í janúar munu grunnskólar verða heimsóttir en þá munu íþróttir og tómstundir verða kynntar og Maciek Baginski og Filoretta Osmani munu segja frá hvað íþróttir hafi gert fyrir þau. Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag og UMFN munu bjóða börnum að prófa að æfa í einn mánuð ókeypis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024