Max 1
Max 1

Fréttir

Framsókn gengur sem fyrr óbundin til kosninga
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
þriðjudaginn 15. október 2024 kl. 17:08

Framsókn gengur sem fyrr óbundin til kosninga

„Ég mun sækjast eftir endurkjöri, ég hef fundið fyrir góðum stuðningi og hlakka til að eiga samtal við íbúa kjördæmisins og um allt land,“ segir Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknar í suðurkjördæmi. 
Komu fregnirnar þér á óvart á sunnudaginn?

„Já, það má segja það. Aðdragandinn fannst mér sérstakur en ætla ekki að velta því frekar fyrir mér. Ég er að vinna að mörgum málum sem snúa að kjördæminu og snerta líf fólks. Ég mun halda því ótrauður áfram.“

Hyggstu sækjast eftir endurkjöri?

„Ég sækist eftir endurkjöri og hef fundið fyrir góðum stuðningi. Ég óska því eftir endurnýjuðu umboði til góðra verka.“

Bílakjarninn
Bílakjarninn
Hvernig viltu sjá næstu ríkisstjórn myndaða?

„Framsókn gengur sem fyrr óbundin til kosninga. Ég hlakka til að eiga samtal um framtíðina við íbúa í kjördæminu og um allt land,“ sagði Jóhann Friðrik.