Valhöll
Valhöll

Fréttir

Nýr ísfisktogari Þorbjarnar mættur í Grindavíkurhöfn
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
þriðjudaginn 15. október 2024 kl. 14:40

Nýr ísfisktogari Þorbjarnar mættur í Grindavíkurhöfn

Nýr ísfisktogari útgerðarinnar Þorbjarnar, Hulda Björnsdóttir GK-11, sigldi í heimahöfn í hádeginu í dag. Skipið mun brátt halda á bolfiskveiðar en hvað verður um skipið þegar Þorbirni verður skipt upp í þrjár sjálfstæðar einingar, er ekki komið á hreint að sögn Hrannar Jóns Jónsonar, útgerðarstjóra hjá Þorbirni. 

Skipið sem var smíðað í Gijon á Spáni, er 58 metrar að lengd og 13,6 metrar að breidd. Skrúfa skipsins er fimm metrar í þvermál en skipið var hannað með sparneytni í huga. Fjórtán til fimmtán verða í áhöfn Huldu Björnsdóttur GK.

Skipið fær nafn sitt frá Huldu Björnsdóttur, eiginkonu eins af stofnendum Þorbjarnar, Tómasar Þorvaldssonar, en hún lést árið 2008.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Hulda Björnsdóttir GK 11 í Grindavíkurhöfn. VF/EvaBjörk.