Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Grinda­vík ekki í beinni hættu gjósi norðvest­an við Þor­björn
Magnús Tumi Guðmunds­son jarðeðlis­fræðing­ur.
Mánudagur 6. nóvember 2023 kl. 13:15

Grinda­vík ekki í beinni hættu gjósi norðvest­an við Þor­björn

Magnús Tumi Guðmunds­son jarðeðlis­fræðing­ur seg­ir orku­verið í Svartsengi í mik­illi hættu ef það gýs á þessu svæði sem og Bláa lónið en hann seg­ir Grinda­vík ekki í beinni hættu. Þetta kemur fram í viðtali við Magnús Tuma á mbl.is nú í hádeginu.

„Það er mik­il­vægt að átta sig á því að ef það gýs norðvest­an við Þor­björn þá renn­ur það hraun ekki inn í Grinda­vík. Það get­ur farið til sjáv­ar vest­an við Grinda­vík miðað við þá at­b­urðarrás sem nú er í gangi. Ef þyrfti að gera varn­argarð sem héldi hraun­rennsl­inu frá Grinda­vík ætti að gef­ast tími til þess sömu­leiðis. Sjálf Grinda­vík er ekki í beinni hættu.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024