Fréttir

Harma upplifun Vina Hljómahallar
Laugardagur 21. september 2024 kl. 06:12

Harma upplifun Vina Hljómahallar

„Meirihluti bæjarráðs og fulltrúi Umbótar harmar að meðlimir í Vinum Hljómahallar upplifi að flutningur Bókasafns Reykjanesbæjar í Hljómahöll muni hafa neikvæð áhrif á þá starfsemi sem er til staðar í húsinu nú þegar.“ Þetta segir í bókun fulltrúa Framsóknarflokks, Samfylkingar, Beinnar leiðar og Umbótar í bæjarráði Reykjanesbæjar þann 5. september þegar lagður var fram undirskriftalisti frá Vinum Hljómahallar.

Í bókuninni segir að bæjarstjóri og formaður bæjarráðs hafi átt fund með fulltrúa Vina Hljómahallar 5. júlí sl. þar sem farið var yfir verkefnið og fulltrúanum boðið að taka þátt í þeirri vinnu sem fram undan er í Rokksafni Íslands sem fulltrúa hagsmunaaðila safnsins.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

„Þar stendur meðal annars til að flytja sýninguna til í húsinu og fjárfesta í nútímalegri og uppfærðri gagnvirkri sýningu. Vill meirihluti bæjarráðs taka undir orð framkvæmdastjóra Hljómahallar sem birtist á vef Víkurfrétta 4. september 2024 og á prenti í Ljósanæturblaði Víkurfrétta. Þar kemur m.a. fram að sýningin komi til með að taka breytingum og verða enn glæsilegri á næstunni, að tækifæri séu til staðar til að gera Hljómahöll að enn glæsilegra menningarhúsi og að safnið hafi fengið rausnarlega fjárveitingu til að endurnýja sýninguna,“ segir í bókuninni.