HS Orka
HS Orka

Fréttir

Hittu nemendur í fjölmiðlanámi við HÍ
Hópurinn ásamt Valgerði kennara sínum.
Sunnudagur 24. nóvember 2024 kl. 11:27

Hittu nemendur í fjölmiðlanámi við HÍ

Fulltrúar þriggja landshlutamiðla; Páll Ketilsson frá Víkur-fréttum, Gunnar Gunnarsson frá Austurglugganum (á Teams) og Magnús Magnússon frá Skessuhorni hittu vaskan hóp nemenda í blaðamannsnámi við Háskóla Íslands í síðustu viku. Kennari þeirra er Valgerður Anna Jóhannsdóttir. Rætt var um fjölmiðlun í víðum skilningi, fjölmiðla á landsbyggðinni, mikilvægi þeirra; tækifæri og áskoranir og gestirnir spurðir spjörunum úr.

Frá og með þessu hausti var fjölmiðanámi við Háskóla Íslands breytt í BA-nám. Skráðir í námið eru tuttugu áhugasamir verðandi blaðamenn. Nemendur hafa farið í stuttar heimsóknir á RÚV og Sýn en ákveðið var að byrja að kynna fyrir þeim töfra svæðismiðlanna og hvað þeir eru að fást við. Eftir kynningar á miðlunum sköpuðust áhugaverðar umræður um fjölmiðlun nútímans og ekki síst hvernig best er að ná eyrum og athygli yngra fólks. Svo er aldrei að vita nema í hópnum leynist framtíðarstarfsmenn á þessum miðlum.