Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Norðmenn taka við flugösku úr Helguvík
Fimmtudagur 28. nóvember 2013 kl. 09:50

Norðmenn taka við flugösku úr Helguvík

Sorpeyðingarstöð Suðurnesja hefur borist hefur nýtt tilboð frá NOAH í Noregi um flutning og eyðingu á flugöskubirgðum fyrirtækisins. Tilboðið kemur í framhaldi af samningaviðræðum við fulltrúa NOAH sem fram fóru í Noregi 17. október sl. NOAH býður nú verð sem eru frá því að vera 11,85% til 25,93% lægri en upphaflegt tilboð var, eftir því hvaða aðferð við flutning og afhendingu er mögulegt að nota.

Málið þarf að vinna í samráði við Umhverfisstofnun. Fyrir liggur að talsverðar athuganir og undirbúningsvinna þurfa að fara fram áður hægt verður að taka ákvörðun um flutningsaðferð og einnig mun líða nokkur tími þar til hægt verður að tímasetja afhendingu og flutning öskunnar.

Stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja hefur samþykkt að fela framkvæmdastjóra að staðfesta samþykkt á tilboði NOAH og vinna áfram að framgangi málsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024