Nýr Sturla GK 12 til Grindavíkur
Nýr Sturla GK 12 kom til Grindavíkurhafnar fyrir helgi. Þorbjörn hf sem keypti skipið af Berg-Huginn ehf í Vestmannaeyjum er stefnt er að því að Sturla fari á veiðar í lok júní ef allt gengur eftir.
Skipið hét áður Smáey VE 444 og var smíðað árið 2007 í Gdynia í Póllandi fyrir Berg-Huginn í Vestmannaeyjum en þar á undan bar skipið nafnið Vestmannaey VE 444. Grindavíkurbær óskar bæði eigendum og áhöfn til hamingju með nýja skipið.
Hér má sjá myndir þegar skipið kom til hafnar í Grindavík.
Myndir af vef Grindavíkurbæjar.