Reykjanesbrautin illfær vegna skafrennings
Ökumenn hvattir til að fara hana ekki að óþörfu.
Mikill skafrenningur er á Reykjanesbraut og hún er illfær vegna slæms skyggnis. Það tók blaðamann Víkurfrétta klukkutíma að aka frá Straumsvík til Reykjanesbæjar. Víða á útvarpsstöðvum óma skilaboð frá Veðurstofu Íslands um að fara ekki Reykjanesbraut nema í brýnustu neyð. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu.