Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reykjanesskaginn á krossgötum — Þróun atvinnulífs í breyttu landslagi
Fundurinn fer fram í Stapanum á miðvikudaginn.
Mánudagur 29. janúar 2024 kl. 13:43

Reykjanesskaginn á krossgötum — Þróun atvinnulífs í breyttu landslagi

Reykjanesskaginn á krossgötum, þróun atvinnulífs í breyttu landslagi er yfirskrift opins fundar sem atvinnurekendum á Suðurnesjum er boðið til í Stapa, Hljómahöll, miðvikudaginn 31. janúar kl. 17:00 til 19:00.

Kynningar verða frá:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

HS veitum - Páll Erland, forstjóri
HS Orka - Tómas Már Sigurðsson, forstjóri
Landsnet - Halldór Halldórsson, öryggisstjóri
Veðurstofa Íslands - Benedikt Halldórsson, fagstjóri jarðskjálftavár

Atvinnurekendur á á Suðurnesjum eru hvattir til að mæta. Fundarstjórar verða Berglind Kristinsdóttir og Guðmundur Gunnarsson. Fundinum verður streymt beint á Facabook síðu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og Víkurfrétta.