Fréttir

Rýming vegna sprengiefnis - Áríðandi tilkynning
Frá aðgerðum lögreglu rétt í þessu. VF-myndir: Hilmar Bragi
Föstudagur 1. nóvember 2019 kl. 15:09

Rýming vegna sprengiefnis - Áríðandi tilkynning

Lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. Rýming þessi er öryggisráðstöfun til að tryggja öryggi íbúa sem búa á nálægum svæðum. Við biðjumst velvirðingar á því ónæði sem þetta kann að valda.

Íbúar sem búa innan 110 metra radíusar þurfa að yfirgefa heimili sín. Það eru íbúar við eftirfarandi götur:

Bakkastígur nr. 10 – 12 - 12a - 12b.

Þórustígur nr. 9-13-15-18-20-22-24-26-28

Íbúar sem búa innan 400 metra radíusar þurfa að halda sig innandyra frá klukkan 16:00 og þangað til frekari fyrirmæli og upplýsinga koma frá lögreglu. Það eru íbúar við Njarðarbraut og innan þess milli Krossmóa og Borgarvegar.

„Við biðlum til íbúa á Suðurnesjum að gefa sérfræðingum og öðrum viðbragðsaðilum rými til að vinna og jafnframt að sýna biðlund. Við munum senda frá okkur tilkynningu þegar íbúar geti snúið aftur heim eða þegar lokunum verður aflétt,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.